Við áramót

Árið 2009 verður eftirminnilegt öllum þeim sem fylgjast með pólitík, en þá varð uppreisn nokkurs mannfjölda í Reykjavík gegn stjórnvöldum. Fóru átökin einkum fram við Alþingishúsið. Átök þessi urðu upphafstef þeirrar ríkisstjórnar er nú situr við völd. Allt er þetta hið dapurlegasta mál, og sér ekki fyrir endan á. Stjórnmálastaðan er veik og samstaða manna ekki næg. Árið var hinsvegar nokkuð gott til sjávar og sveita, veðurfar gott sem og aflabrögð. Stóriðjan gekk vel. Viðskiptajöfnuður þjóðarinnar jákvæður í fyrsta sinn í mörg ár. Einnig var árið nokkuð gott hjá mér og mínum, heilsufar gott og rekstur á mínum fyrirtækjum nokkuð góður. Mikið að gera á lögfræðstofunni, svo sem það hefur verið frá fyrsta degi reksturs míns hér á Selfossi. Ég á einmitt 20 ára starfsafmæli í haust sem sjálfstætt starfandi lögmaður hér. Einnig gekk vel í Úthlíð, en ferðaþjónustan er ein þeirra atvinnugreina sem gengu nokkuð vel hér á landi á árinu.  Við fórum eftirminnilega skíðaferð til Wagren í Austurríki í feb. og góða ferð til Luxenburgar og Þýskalands í ágúst. Heimsóttum Ólöfu SIf sem er au per í Lux, um þessar mundir. Fórum í nokkrar hestaferðir, og áttum margar ánægjustundir með fjölskyldu og vinum á árinu. Það er mikilvægt að gleyma því ekki í dægurþrasinu að góð heilsa, fjölskyldan, ættingar og vinir  eru það mikilvægasta sem maður á. Að því ætla ég að hlúa á nýju ári, sem ég bind vonir við að verði gott. Ágústa verður fermd í vor ef guð lofar, og markar það ákveðin tímamót hjá okkur Ingu því þá er fermingum barnanna lokið. Megi guð gefa okkur öllum gleðilegt og gæfuríkt ár. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björnsson
Ólafur Björnsson
Lögmaður og bóndi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband