2010 litið um öxl

Við upphaf ársins 2011, er rétt að líta um öxl og horfa til baka yfir liðið ár. 2010 var mörgum erfitt og einnig í minni fjölskyldu, en veikindi og slysfarir sett nokkurt mark sitt á árið hjá okkur, þó allt sé það á réttri leið, og ekkert alvarlegt á ferðum. Veðurblíða ársins var mikil og eldgosin höfðu ekki áhrif á okkar starfsemi svo heitið geti.

Engu að síður er það svo að heilsan er það mikilvægasta og því reyndi ég að halda mínu striki í líkamsrækt á árinu, og dansi. Þetta heldur mér gangandi og ég hyggst því stunda þetta áfram að fullum krafti. Þá tók ég þátt í hefðbundnu félagsstarfi sem ég hef tekið þátt í undanfarin ár, þ.e. karlakórnum, frímúrarareglunni og flokksstarfi hjá sjálfstæðisflokknum, en nú tókst okkur sjálfstæðismönnum að ná meirihluta hér í bænum í kosningunum í vor. Einnig tók ég lítillega þátt í starfi hestamannafélagsins Sleipnis, sem nú er að klára vinnu við nýju reiðhöllina.

Mikið var að gera í vinnunni hjá Lögmönnum Suðurlandi þetta árið, en einnig hjá Ferðaþjónustunni Úthlíð, sem við fjölskyldan rekum. Reksturinn er hinsvegar í járnum og álögur allar hafa aukist.

Eftirminnilegustu atburðir eru ferming Ágústu sl. vor og 50 ára afmæli Ingu nú í des. Einnig skíðaferðir til Akureyrar og Sauðárkróks sl. vetur. Skemmtilegt frí í ágúst á Spáni með Gumma og Gurrý stendur einnig uppúr. Þá fórum við nokkrar hestaferðir auk þess sem smalamennskur og Réttir er alltaf skemmtilegur tími, en við fórum m.a. í Laufskálaréttir þetta haustið.

Margt bendir til að bjartari tímar séu framundan í efnahagslífinu, með bjartsýni og dugnaði munum við sem þjóð vinna okkur út úr þeim vanda sem bankahrunið kom okkur í. Ég vona að árið 2011 verði heilla ár fyrir okkur öll og hlakka til þeirra verkefna sem bíða, bæði í leik og starfi.

Gleðilegt ár!

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björnsson
Ólafur Björnsson
Lögmaður og bóndi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 438

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband