Færsluflokkur: Bloggar

Enn snjóar

Það er enn vetur og lítur út fyrir skíðafæri næstu daga. Fórum til Austurríkis á skíði um daginn. Hef sett nokrar myndir inn frá þeirri ferð, sem var frábær. Kanski maður reyni að skella sér í Bláfjöllin?

Jón frændi frá Úthlíð látinn

Þá er Jón frændi farinn á vit forfeðranna. Átti ekki von á því svo fljótt, en árin í hjólastólnum voru orðin 31 og því við öllu að búast.

Ég þakka Jóni samfylgdina og uppeldið. Hann var frábær einstaklingur sem miðlaði af þekkingu sinni og reynslu allt til hinsta dags.

Útför hans verður gerð frá Hallgrímskirkju 27 feb. nk. kl. 15.00


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Snjókoma í Maí

Það er ekki algengt að það snjói á Suðurlandi eftir að sláttur er hafinn, en það gerðist í gær í Úthlíð. Búið er að slá golfvöllinn fyrir nokkrum dögum, en ekki var hægt að spila hann í gær með hvítum kúlum. Vonadi hlýnar sem fyrst, þetta er frekar þreytandi veðurfar.

Ný stjórn

Vonandi fáum við nýja stjórn sem fyrst, það er ekki gott að óvissa í þessum efnum vari lengi. Best er að Árni Matt verði áfram fjármálaráðherra, hann hefur staðið sig vel í því embætti m.a. í Þjóðlendumálunum þar sem hann hefur tekið upp bættari vinnubrögð við kröfugerð ríkisins. Nýir dómar Hæstaréttar sýna að þessi mál eru að þokast í rétta átt.

Spurning hver verður landbúnaðarráðherra, en Björgvin Sigurðsson, Gnúpverji ætti að ráða vel við málið.


Slydda

Merkilegt hvað veðrið getur verið leiðinlegt í maí. Ég var hálffeginn að eiga ekki kindur í gærkveldi það var ekki gott að vera að fæðast sem lamb útí í gær.

« Fyrri síða

Höfundur

Ólafur Björnsson
Ólafur Björnsson
Lögmaður og bóndi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband