Um áramót

Við upphafs nýs árs er rétt að líta til baka og gera upp gamla árið. Í heild var þetta ár mér og mínum erfitt, og verður tengt ýmsum áföllum bæði í fjármálum og veikindum. Ekkert af því var hinsvegar alvarlegt með þeim hætti að við komumst ekki yfir það. Jákvæðu stundirnar með vinum og ættingjum voru einnig margar, ferðalög og gleðistundir, t.d. skíðaferð til Austurríkis í feb., ferming Skúla Geirs í maí, hestaferð á Landsmót Hestamanna í júli, Danmerkurferð Úthlíðinga í sept. og Rómarferð með góðum vinum í haust. Þjóðlendumálin héldu áfram að taka mestan hluta vinnutímans, auk margra annarra fjölbreyttra verkefna á lögfræðistofunni. Rekstur stofunnar gekk vel, en fasteignasalan hrundi. Mest allur frítími fer svo í að sinna Úthlíðinni, en þar var mikið umleikis á árinu eins og fyrr. Árið gekk í heildina vel, þó rekstur ferðaþjónustunnar sé jafnan í járnum. Framundan eru óvissutímar, en með góðan hóp samstarfsmanna, vina og fjölskyldu að baki, er ég sannfærður um að næsta ár mun verða gott, fyrir mig og mína. Þjóðin mun einnig vinna sig út úr þeim hremmingum sem yfir dundu í haust. Þar er lausnarorðið að mínu mati samstaða, því enn gilda orð Þorgeirs Ljósvetningagoða "sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér" 300 þús manns hér á þessari norðlægu eyju komst ekki af nema með því að standa saman. Sú samstaða var rofinn með auraapahætti á undanförnum misserum, en nú er því lokið og raunveruleikinn blasir við. Ég vona að þeir sem bera ábyrgð á því að þjóðin er nú kominn í skuldaklafa vegna peningabrasks nokkura manna í Evrópu, verði látnir sæta ábyrgð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Ólafur !

Sem betur fer; vegur Vestlendingurinn, í undirrituðum upp, Sunnlenzku yfirvaldaauðmýktina alkunnu, svo að ég skal vera jafn hreinskilinn, hér á þinni síðu, sem og annars staðar, í spjalllheimum, sem víðar á vettvangi.

Höfuðpaurar þeirrar andstyggðar; hver yfir Ísland gengur eru frjálshyggjuflokkarnir þrír; Sjálfstæðisflokkur ykkar Úthlíðarmanna - Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, hver hafði jú; meðal undanfara, gamla Alþýðuflokk  Jóns Baldvins Hannibalssonar (ESB trúboða fjanda).

Þú skalt ekki; Ólafur minn, dirfast, að gera lítið úr ábyrgð þessa hryðjuverka flokks,, sem Sjálfstæðisflokkurinn nefnist. Ekki er; sökin minnst þeirra skálka, hvar þar sitja á tróni, helzt.

Vona; að þessi athugasemd mín fái að standa, hjá þér - því ekki treystir einn spjallvina þinna, hér á síðunni (til hliðar) Sýslumaður þeirra Eyjamanna, Karl Gauti Hjaltason sér til, að meðtaka harðskeyttar athugasemdir mínar, á sinni síðu, hvar ég; á dögunum, eggjaði hann lögeggjanar, að fara fyrir hópi kollega sinna, meðal annarra, í þátttöku á stjórnarbyltingu þeirri, hver brýnust er, svo við fáum lifað áfram, á landi hér, um ókominn tíma, sem afkomendur okkar, allir, að skaðlausu.

Mig undrar; hversu lítilmannlega Karl Gauti tók minni áskoran, hvar ég er jú;; af þeim Oddaverjum kominn, líka sem Kveldúlfi gamla, úr Hrafnistu og þeim feðgum öllum. Því; átti Karli Gauta ei að koma á óvart, brýning mín, svo gjörla.

Nei; Ólafur Björnsson, einn minna ágætu frænda, úr Biskupstungum (af Sunnlenzka stofni) !

Hér dugir ekkert hálfkák. Rumpulýð G.H.Haarde og I.S.Gísladóttur, verður að koma frá völdum, svo við, almenningur venjulegur, eigum að eiga okkur, nokkra framtíð, hér á Fróni. 

Rek þú; af þér landskunnugt slyðruorð Sunnlendinga (því miður, hafðir að háði, víða um önnur héröð, fyrir deiglu sakar, flestir); og gakktu til liðs, við okkur þjóðernissinna, hverjir svæla viljum út, óværu peninga plokkaranna, og þeirra illræðis stjórnmálamanna, hverjir svikið hafa land og fólk og fénað !

Með beztu kveðjum; og ekki sízt að Úthlíð, til Björns föður þíns, sem var einn minna beztu viðskiptavina, þá ég höndlaði, hjá Kaupfélagi Árnesinga , fyrr meir /

Efra- Ölvesi (Hveragerðis- og Kotstrandarsóknum) 2. I. MMIX

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni - og Hvítárvöllum í Borgarfirði   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 02:08

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Maður bara svitnar.

 Óskar minn góður - orðsnjall og hvassyrtur. Aldrei hef ég heyrt af þessu slyðruorði sem þú ætlar að fari af sunnlendingum öllum.

Hins vegar þekki ég vel til "Flóamennskunnar", sem  lengi hefur háð innfæddum "hér í neðra". 

Gleðilegt nýár Óli minn.

Og eigum við ekki að láta það fylgja til ættingja þinna allra - svona uppá samkenndina? kv.

Helga R. Einarsdóttir, 2.1.2009 kl. 14:58

3 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Frú Helga ! Fjarri var það því; að ég beindi slyðruorðinu, til allra Sunnlendinga, en flestra þó, verðskuldað.

Flóamenn; eru þeim eiginleika gæddir, umfram flestra hinna, að þar hafa, um aldir, verið margt gáfumenna, til ýmissa uppfinninga, gagnlegra. Bendi þar á; Villingaholtsbræður- og feðga, líka sem Forsætis menn, svo dæmi séu til tekin.

Svo á einnig við; um Skaftfellinga marga, sem kunnugt er. Og enginn frýr vitsmuna; þeirra frænda minna, Rangæinga, til viðfangsefna margvíslegra, einnig.

Fannst rétt; að koma þessu að, meiningum mínum, til öllu frekari skila, að nokkru, gott fólk.

Mér finnst allt of langur vegur frá; kjarki og dugnaði Vestlenzkra frænda minna, sem og hiki og fumi Sunnlenzkra; oftast, því miður.

Með ágætum kveðjum; enn sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:30

4 Smámynd: Ólafur Björnsson

Takk fyrir góðar kveðjur, kem þeim líka til skila.

Þurfum við ekki bara að fara að endurvekja Kaupfélagið Óskar?

Ólafur Björnsson, 3.1.2009 kl. 00:05

5 identicon

Komið þið sæl; sem fyrrum !

Ólafur ! Jú; til er ég, hvenær, sem er. Hefi fyrir satt; að sá ágæti drengur, Guðmundur Búason varðveiti kennitölu Kaupfélags Árnesinga, eins og sjáaldur augna sinna, í skrifborðsskúffu nokkurri. Vænt mætti honum; um þykja, þá eftir yrði leitað, hans liðveizlu.

Með beztu kveðjum; enn, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björnsson
Ólafur Björnsson
Lögmaður og bóndi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 440

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband