1.1.2011 | 17:41
2010 litið um öxl
Við upphaf ársins 2011, er rétt að líta um öxl og horfa til baka yfir liðið ár. 2010 var mörgum erfitt og einnig í minni fjölskyldu, en veikindi og slysfarir sett nokkurt mark sitt á árið hjá okkur, þó allt sé það á réttri leið, og ekkert alvarlegt á ferðum. Veðurblíða ársins var mikil og eldgosin höfðu ekki áhrif á okkar starfsemi svo heitið geti.
Engu að síður er það svo að heilsan er það mikilvægasta og því reyndi ég að halda mínu striki í líkamsrækt á árinu, og dansi. Þetta heldur mér gangandi og ég hyggst því stunda þetta áfram að fullum krafti. Þá tók ég þátt í hefðbundnu félagsstarfi sem ég hef tekið þátt í undanfarin ár, þ.e. karlakórnum, frímúrarareglunni og flokksstarfi hjá sjálfstæðisflokknum, en nú tókst okkur sjálfstæðismönnum að ná meirihluta hér í bænum í kosningunum í vor. Einnig tók ég lítillega þátt í starfi hestamannafélagsins Sleipnis, sem nú er að klára vinnu við nýju reiðhöllina.
Mikið var að gera í vinnunni hjá Lögmönnum Suðurlandi þetta árið, en einnig hjá Ferðaþjónustunni Úthlíð, sem við fjölskyldan rekum. Reksturinn er hinsvegar í járnum og álögur allar hafa aukist.
Eftirminnilegustu atburðir eru ferming Ágústu sl. vor og 50 ára afmæli Ingu nú í des. Einnig skíðaferðir til Akureyrar og Sauðárkróks sl. vetur. Skemmtilegt frí í ágúst á Spáni með Gumma og Gurrý stendur einnig uppúr. Þá fórum við nokkrar hestaferðir auk þess sem smalamennskur og Réttir er alltaf skemmtilegur tími, en við fórum m.a. í Laufskálaréttir þetta haustið.
Margt bendir til að bjartari tímar séu framundan í efnahagslífinu, með bjartsýni og dugnaði munum við sem þjóð vinna okkur út úr þeim vanda sem bankahrunið kom okkur í. Ég vona að árið 2011 verði heilla ár fyrir okkur öll og hlakka til þeirra verkefna sem bíða, bæði í leik og starfi.
Gleðilegt ár!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010 | 23:00
Við áramót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2009 | 16:19
Jólin 2009
Enn er jólahátíð gengin í garð með þeirri sérstöku helgi sem henni fylgir. Vinir og ættingja koma saman, eiga góða stund og heilsast og kveðjast. Þetta eru ómetanlegar stundir.
Var að koma af jólamessu hér á Selfossi hjá séra Óskari. Mjög góð messa og stólræðan eftirminnileg þar sem lagt var út frá því að hamingjan kemur að innan en græðgi og sjálfselska getur eyðilegt besta fólk. Boðskapur jólanna á alltaf erindi til okkar, en ekki síst núna á erfiðum tímum hjá mörgu fólki.
Sendi vinum og ættingjum nær og fjær mína bestu jóla og nýársóskir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2009 | 00:51
Kaupfélagið blífur
Ekki einu sinni kaupfélaginu hefði dottið þetta í hug á sýnum velmektarárum, þeir eru magnaðir framsóknarmenn þarna vestur í skrælingjalandi. |
Wal-Mart hefur sölu á líkkistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 14:18
Góður drengur á þing
Þar fá sunnlendingar góðan dreng á þing. Vegur okkar Haukdæla vex og er það vel, ekki veitir af. Til hamingju gamli vinur! |
Sigurður Ingi í fyrsta sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2009 | 14:25
Gott að fá Guðrúnu í þetta
Gott að minn gamli prófessor dr. Guðrún Erlendsdóttir sé til í að skoða þessi mál. Reynsla hennar af störfum dómara á að nýtast þarna. |
Nýjar reglur um skipan dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2009 | 00:47
Um áramót
Við upphafs nýs árs er rétt að líta til baka og gera upp gamla árið. Í heild var þetta ár mér og mínum erfitt, og verður tengt ýmsum áföllum bæði í fjármálum og veikindum. Ekkert af því var hinsvegar alvarlegt með þeim hætti að við komumst ekki yfir það. Jákvæðu stundirnar með vinum og ættingjum voru einnig margar, ferðalög og gleðistundir, t.d. skíðaferð til Austurríkis í feb., ferming Skúla Geirs í maí, hestaferð á Landsmót Hestamanna í júli, Danmerkurferð Úthlíðinga í sept. og Rómarferð með góðum vinum í haust. Þjóðlendumálin héldu áfram að taka mestan hluta vinnutímans, auk margra annarra fjölbreyttra verkefna á lögfræðistofunni. Rekstur stofunnar gekk vel, en fasteignasalan hrundi. Mest allur frítími fer svo í að sinna Úthlíðinni, en þar var mikið umleikis á árinu eins og fyrr. Árið gekk í heildina vel, þó rekstur ferðaþjónustunnar sé jafnan í járnum. Framundan eru óvissutímar, en með góðan hóp samstarfsmanna, vina og fjölskyldu að baki, er ég sannfærður um að næsta ár mun verða gott, fyrir mig og mína. Þjóðin mun einnig vinna sig út úr þeim hremmingum sem yfir dundu í haust. Þar er lausnarorðið að mínu mati samstaða, því enn gilda orð Þorgeirs Ljósvetningagoða "sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér" 300 þús manns hér á þessari norðlægu eyju komst ekki af nema með því að standa saman. Sú samstaða var rofinn með auraapahætti á undanförnum misserum, en nú er því lokið og raunveruleikinn blasir við. Ég vona að þeir sem bera ábyrgð á því að þjóðin er nú kominn í skuldaklafa vegna peningabrasks nokkura manna í Evrópu, verði látnir sæta ábyrgð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.11.2008 | 22:15
Sanngirni ráði för
Hóta aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2008 | 10:49
Verjum sparnaðinn
Hluti af innistæðum í sjóðum endurgreiddur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2008 | 09:55
Frumvarp til laga um frístundabyggð
Bloggar | Breytt 3.4.2008 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar