Sanngirni ráði för

Það er mikilvægt að ráðamenn standi við þau orð að verja öll innlán landsmanna í bönkunum. Peningabréf voru einfaldlega eitt innlánsform bankana. Stofnanir, fólk og fyrirtæki kom með fjármuni sína og setti þá í þessa örugga fjárvörlslu, "engin áhætta og alltaf laus", eins og auglýst var til síðasta dags. Fjármálaeftirlitið og þar með ríkið bera ábyrgð á þessum auglýsingum, og þessari starfsemi. Almenningur verður að geta treyst fjármálastofnunum í framtíðinni, því verður að bregðast við og tryggja að sparifjáreigendur fái innstæður sínar að fullu til baka, líka í peningamarkaðsbréfum. Að öðrum kosti er búið að eyðileggja tiltrú á Íslensku bankakerfi næstu áratugina. Einnig verður að tryggja að skuldajafnaðarreglur gjaldþrotalaga verði virtar, það gengur ekki að fólk tapi þessum innstæðum, en nýji bankinn gangi svo að því með skuldir gamla bankans!

mbl.is Hóta aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gáð grein og kemur að kjarna málsinns. Það voru mikil mistök hjá stjórnvöldum að hafa þessa sjóði ekki með í bönkunum í bráðabyrgðalögunum. Benda má á að ríkið setti ellefu miljarða inn í sjóð níu í Glitni gegn ónýtum veðum, en það var rétt ákvörðun. Þrátt fyrir að mesta vitleysam hafi verið í rekstri Glitnis af bönkunum hefur honum tekist best af stóru bönkunum að byggja upp traust, en Landsbankinn er trausti rúinn og útstreymi úr bankanum er þvílíkt að við liggur að það sé það sem kallað er á bankamáli "runn" ef það heldur áfram fellur bankinn og allir tapa því sem þeir eiga inni því nú hefur ríkið ekki efni á að taka á sig einn skellinn enn. Það getur því verið mikil áhætta að eiga innistæðu í Landsbankanum.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björnsson
Ólafur Björnsson
Lögmaður og bóndi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband